Skip to Content
 • 20. janúar 2011

  Hönnunarmiðstöð Íslands stendur nú öðru sinni fyrir kaupstefnunni DesignMatch á HönnunarMars. Íslenskum hönnuðum gefst þar tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum.

 • 19. janúar 2011

  Framundan er HönnunarMars, haldinn dagana 24. – 27. Mars 2011. Fatahönnuðir eru hvattir til að sækja um þátttöku en nú fer skilafrestur umsókna að renna út.

 • 02. Dec 2010

  Að frumkvæði Samráðsvettvangs skapandi greina ákváðu fimm ráðuneyti og Íslandsstofa að fjármagna kortlagningu á hagrænum umsvifum skapandi greina í íslensku atvinnulífi.

  Nú má sjá svarta á hvítu að skapandi greinar eru einn af undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar. Virðisaukaskattskyld velta í greininni nam 191 ma.kr. árið 2009. Einnig kemur fram að tæp 6% vinnuaflsins starfa við skapandi greinar.

  Frekari upplýsingar um tölulegar niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi má finna hér.

 • 02. Dec 2010

  Kæru félagsmenn

  Fatahönnunarfélag Íslands og Kiosk bjóða þér í jólaglögg laugardaginn 04.12 kl. 20.00 í húsakynnum Kiosk að Laugavegi 33, önnur hæð.
  Ný vefsíða félagsins verður frumsýnd og félagsskírteinum dreift.


  Hlökkum til að sjá sem flesta.
  Jólakveðja
  Stjórnin

FRÉTTIR