Skip to Content
 • 12. Nov 2013

  Katrín María Káradóttir fatahönnuður hlaut Indriðaverðlaunin 2013. Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í annað sinn á uppskeruhátíð félagsins sem haldin var 9. nóvember. 

 • 01. Nov 2013

  Uppskeruhátíðin verður haldin laugardaginn 9. nóvember. Dagskráin verður spennandi þetta árið. Við fáum til okkar erlendan og íslenskan fyrirlesara og munum þar að auki afhenda Indriðaverðlaunin.

 • 10. Oct 2013

  Mánudaginn 30. september hóf nýr hönnunarsjóður starfsemi en sjóðurinn var stofnaður af mennta- og menningarmálaráðuneyti í febrúar. Við úthlutun sjóðsins verður lögð áhersla á fjóra flokka: þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Umsóknarfrestur rennur út 11. nóvember 2013.

 • 11. Sep 2013

  Við hvetjum fatahönnuði til að skoða nýja viðbót við heimasíðu Fatahönnunarfélags Íslands, STYRKIR. Þar má finna samantekt um hina ýmsu sjóði sem veita styrki til ólíkra þátta sem koma að starfi fatahönnuða. Einnig má finna upplýsingar um menningargáttir, frumkvöðlakeppnir o.fl.

FRÉTTIR