Skip to Content
 • 03. Oct 2011

  AFMÆLISSÝNING FATAHÖNNUNARFÉLAGS ÍSLANDS

  Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn opnar afmælissýningu félagsins, Áratugur af tísku laugardaginn nk. 8. október kl.17. Hafsteinn Karlsson formaður Menningar-og þróunarráðs Kópavogs opnar sýninguna. Fatahönnunarfélag Íslands var stofnað þann 19. september 2001 og fagnar því 10 ára afmæli á þessum fallegu haustdögum.

 • 23. Aug 2011

  Reykjavik Runway býður á forsölu SUMAR 2012 þann 25.ágúst næstkomandi kl. 18.18 með vor og sumarlínum þeirra hönnuða sem kepptu til úrslita í fatahönnunarkeppni Reykjavík Runway í síðustu viku.
  Reykjavík Runway býður þér að vera fyrst til að kaupa sumarlínuna, á forsöluverði og fá hana athenta um leið og hún kemur úr framleiðslu í febrúar/mars.

 • 23. Aug 2011

  Miklar breytingar hafa orðið á heimasíðu Fatahönnunarfélags Íslands upp á síðkastið og nú er mögulegt að sækja rafrænt um félagsaðild. Fatahönnuðir sækið um og takið þátt!

  Sækja þarf um aðild fyrir 1. september 2011.

  UMSÓKN HÉR

 • 18. Aug 2011

  Við viljum minna á að í kvöld, fimmtudaginn 18.ágúst kl.20.20 er úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavik Runway.

  Keppnin fer fram í Hafnarhúsinu og eru allir hjartanlega velkomnir.

  Fjórir hönnuðir munu keppa til úrslita en verðlaunin eru ekki af verri endanum þar sem Reykjavik Runway mun klæðskerasníða markaðs-, viðskipta- og framkvæmdaáætlanir fyrir sigurvegarann auk umfangsmikils kynningarstarfs erlendis.

FRÉTTIR