Skip to Content
 • 30. Mar 2011

  8045 er íslenskt tískumerki sem gerir hátísku herrafatnað.
  Bóas Kristjánsson aðalhönnuður stofnaði fyrirtækið 2008 og síðan þá hefur það vaxið og telur nú 5 starfsmenn.
  8045 hlaut nýverið hönnunarstyrk Auroru og mun nota þann styrk til að koma sér á framfæri á herratískuvikunni í París í júní 2011.

  Á laugardaginn munum við “forsýna” brot úr Vor/ Sumar 2012 línunni sem samanstendur af klæðskerasaumuðum jökkum, skyrtum og buxum úr fínasta hráefni, léttri ull, lífrænni bómull, hör og hampi.....

 • 22. Mar 2011

  Stefnumót rússneskra og íslenskra fatahönnuða verður í Norræna húsinu á HönnunarMars 26.mars.  Tilefnið er heimsókn rússsneskra fatahönnuða á HönnnarMars og samstarf vegna viðburðarins Nordic Look sem verður í St. Pétursborg í haustið 2011.

  Á málþinginu verða flutt erindi um rússneska fatahönnun í dag, markaðstækifæri í Rússlandi og um íslenska fatahönnun í dag auk þess verður sýning í sal Norræna hússins á rússneskri fatahönnun.


 • 22. Mar 2011

  Sýning Fatahönnunarfélags Íslands á HönnunarMars opnar föstudaginn 25. mars klukkan 10:00 á 101 Hótel.

  Á sýningunni má sjá myndbandsverk þar sem hönnun íslenskra fatahönnuða er í brennidepli, ásamt innsetningu þar sem klæðnaður úr myndbandinu verður til sýnis.

  Myndbandið er unnið í samstarfi við Saga Film og Inspired by Iceland og verður í framhaldi af HönnunarMars notað sem hluti af kynningarefni fyrir Ísland og íslenska fatahönnun.

  Sýningin stendur til 3. apríl.

 • 15. Mar 2011

  Eftir að tjöldin falla á síðustu tískusýningum Reykjavík Fashion Festival, sem haldin er nú á dögunum 31.03 - 03.04. mun PopUp -Farands Verzlunin - loka þessari hátíð, með stór glæsilegum markaði sunnudaginn 03.04.

  Þessi einstaka PopUp Verzlun opnar nú dyr sínar í fyrrum húsi gallery sautjáns að Laugavegi 91 og býður alla velkomna. Yfir þrjátíu Íslenskir fatahönnuðir munu kynna og selja nýjar -ásamt eldri vörum og gefa allt að 70 prósent afslátt.

FRÉTTIR