Skip to Content

UPPSKERUHÁTÍÐ

Markmið Uppskeruhátíðarinnar er að efla samheldni félagmanna, styrkja fagið, skapa vettvang fyrir faglega umræðu og efla fræðslu meðal íslenskra fatahönnuða. Gefa hönnuðum tækifæri á að hljóta innblástur og innsýn í fatahönnun á alþjóðlegum markaði frá framúrskarandi fatahönnuðum og aðilum tengdum faginu sem öðlast hafa reynslu og þekkingu erlendis.
 


2015 Fyrirlesarar:

Dianne Yee er meðeigandi almannatengslafyrirtækisins Avant Collective í New York. Hún hefur víðtæka reynslu að baki, bæði í blaðamennsku og almannatengslum og hefur starfað fyrir fyrirtæki eins og Oscar de la Renta og Norma Kamali.

John Pizzolato er almannatengill og listrænn stjórnandi International Playground Store & Agency í New York. Fyrirtækið leggur áherslu á að efla sjálfstæð vörumerki hvaðanæva úr heiminum og fara með þau á sýningar í London, París, New York, LA, Berlín og Kaupmannahöfn.

Ophelia Borup starfar sem sölustjóri hjá fyrirtækinu Freya Dalsjø. Hún hefur yfir áratug af reynslu sem mannauðsstjóri og innkaupastjóri og hefur starfað fyrir WOOD WOOD, Works UNLTD og Junk De Luxe.

 

2014 Fyrirlesarar:

Hin færeyska Barbara I Gongini sagði frá stofnun og rekstri tískufyrirtækis síns sem hefur átt mikilli velgengni að fagna.

Hinn sænski Roland Hjort, yfirhönnuður og eigandi fatamerkisins WHYRED deildi sinni reynslu en fyrirtækið fagnar 15 ára starfsafmæli sínu í ár.

Árið 2014 var lögð áhersla á uppbyggingu tískufyrirtækja á Norrænum slóðum. Johan Arnø Kryger kynnti samtökin Nordic Fashion Association ásamt því að forsvarsmenn allra Norðurlandanna tóku þátt í pallborðsumræðum um stöðu og tækifæri í Norrænum tískuiðnaði í lok dagskrárinnar.

 


2013 Fyrirlesarar:

Michael H. Berkowitz fatahönnuður frá New York og deildi reynslu sinni og fjallaði um hönnun, vöruþróun og alþjóðlega markaðssetningu. Michael vann í 15 ár sem listrænn stjórnandi undirfatalínu karla hjá Calvin Klein. Michael vinnur nú sem hönnunarráðgjafi fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Tom Ford, Bruce Weber, Gap og Narciso Rodriquez.

Ingvar Helgason er annar fatahönnuður tvíeykisins Ostwald Helgason, sem hann stofnaði ásamt Susanne Ostwald árið 2008 í London. Ingvar fræddi okkur um hönnun og textíl Ostwald Helgason ásamt þróun og uppbyggingu hönnunarfyrirtækis á alþjóðlegum markaði.


2012 Fyrirlesarar:

Helga Björnsson fjallar um reynslu sína sem fata- og textilhönnuður. Helga hefur verið búsett í Bretlandi og Frakklandi frá 13 ára aldri, en er nýlega sest aftur að hér á landi. Hún lauk námi í fatahönnun frá Les Arts Decoratives í París og starfaði í 20 ár sem hönnuður við Haute Couture í tískuhúsi Louis Feraud í París. Hún hefur einnig hannað fyrir íslensk fyrirtæki og unnið hin ýmsu verk fyrir íslensk leikhús

Jenny Postle, fatahönnuður og annar hönnuður breska tvíeykisins Luitton Postle, fjallar um stofnun og rekstur hönnunarfyrirtækis á alþjóðlegum markaði. Luitton Pestle er hágæða prjóna lína sem leggur mikla áheyrslu á textíl og litagleði. Fyrirtæki á þrjár línur að baki sér, hefur hlotið VFS Merit verðlaunin og fengið gríðalega mikla athygli fjölmiðla um allan heim á þeim stutta tíma sem það hefur verið starfandi.

Alice Smith og Cressida Pye, tísku ráðgjafar, munu kynna starfsemi Smith&Pye, fara yfir portfolio gerð og hvernig skal bera sig að í starfsviðtölum. Smith&Pye er einstakt tískuráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í leiða saman fatahönnuði og stórfyrirtæki. Meðal kúnna þeirra eru Louis Vuitton, Alexander McQueen og Mulberry.