Skip to Content

ÁRATUGUR AF TÍSKU

AFMÆLISSÝNING FATAHÖNNUNARFÉLAGS ÍSLANDS

08.10-13.11.2011

Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn opnar afmælissýningu félagsins, Áratugur af tísku laugardaginn nk. 8. október kl.17. Hafsteinn Karlsson formaður Menningar-og þróunarráðs Kópavogs opnar sýninguna. Fatahönnunarfélag Íslands var stofnað þann 19. september 2001 og fagnar því 10 ára afmæli á þessum fallegu haustdögum. Þetta eru merkileg tímamót hjá þessu unga félagi enda hefur vöxtur fatahönnunar hérlendis verið með eindæmum á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar.

Linda Björg Árnadóttir fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands mun flytja ávarp og afhenda Indriðaverðlaunin, sem nú eru veitt í fyrsta sinn fyrir árin 2009-2011.  Framvegis verða verðlaunin veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson. Sem var þekktur fyrir gæði og fagmennsku í starfi.

Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður. Sýn hennar einkennist af skemmtilegri, sjónrænni og einfaldri frásögn þar sem fatnaður og fylgihlutir fá að njóta sín. Þátttakendur í sýningunni eru Áróra, Ásta Creative Clothes, Farmers Market, Birna, Lúka Art & Design, Skaparinn, Shadow Creatures, ELM, Kurl Projekt, Eva María Árnadóttir, Eygló, Go with Jan, MUNDI, Gust, Guðmundur Jörundsson, Andersen & Lauth, Hanna Felting, Ziska, Ígló, KronKron, IBA-The Indian in Me, Jbj design, Kalda, REY, Forynja, Lykkjufall, Sonja Bent, Path of Love, Sunbird, Thelma, Spaksmannsspjarir, Eight of Hearts, Vera, Sruli Recht.

Viðburðir verða allar helgar meðan á sýningunni stendur. Boðið verður upp á leiðsögn, sýningastjóraspjall og fyrirlestra. Einnig verður í boði stefnumót við hönnuði, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta hönnuðinn, spjalla og fá innsýn í hans/hennar heim og fræðast um fatnaðinn. Nánari upplýsingar er að finna á www.gerdarsafn.is og www.fatahonnunarfelag.is.

Nánari upplýsingar veita Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýningastjóri, jonahlif@gmail.com, í síma 663 0545 og Brynhildur Þórðardóttir formaður afmælisnefndar luka.artdesign@gmail.com, í síma 692 2959 og Guðrún Helga Halldórsdóttir upplýsingafulltrúi Gerðarsafns gudrunhelga@kopavogur.is, í síma 863 1187.

Jóna Hlíf og Brynhildur verða til viðtals í Gerðarsafni á fimmtudaginn kemur þann 6.október milli kl.14 og 16. Fjölmiðlar eru velkomnir og hvattir til að koma og taka myndir.