Skip to Content

„Bak við tjöldin“ - Frá hugmynd að veruleika

Sýningin "Bak við tjöldin" verður í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars frá föstudag 23.mars til Sunnudags 25.mars.

Í formi listrænnar innsetningar, hljóðverks og gjörnings veitir Fatahönnunarfélag Íslands, undir listrænni stjórn Þóreyjar Bjarkar Halldórsdóttur, innsýn í vinnuferli fatahönnuða, undirbúning, hugmyndavinnu og þá útfærslu sem liggur að baki heillar tískulínu. Innsetningin sýnir á listrænan og áhugaverðan hátt hvað liggur að baki þeirrar vinnu sem fatahönnuðir leggja í hverja flík fyrir sig, allt frá hugmynd að veruleika.

Hugmyndasmíði og nálgun hönnuða er ólík og er innsetningunni ætlað að sýna helstu þrepin í sköpunar- og vinnuferlinu.

Tíu fatahönnuðir taka þátt í sýningunni og einn fremsti hljóðmyndahönnuður Íslands, Lydía Grétarsdóttir, semur hljóðverkið. Félagið hefur að auki fengið til liðs við sig góðan hóp leikara sem framkvæmir gjörning á opnun sýningarinnar. Þar verður því hægt að skyggnast inn í heim fatahönnuða og skoða þróunarferlið sem liggur að baki fullmótaðrar flíkur.

Listrænn stjórnandi / Art Director : Þórey Björk Halldórsdóttir
Verkefnastjórn / Project Management: Sigrún Halla Unnarsdóttir
Hljóðverk / Sound installation : Lydía Grétarsdóttir
Gjörningur / Performances : Sigurður Arent Jónsson, Ragnheiður Bjarnason, Ásrún Magnúsdóttir
Grafískt útlit / graphic look : Eyþór Páll Eyþórsson & Björg Guðmundsdóttir
Búningar / Costumes : Ragnheiður Axel
Aðstoð /Assistance : Guðbjörg Jakobsdóttir, Inga Björk Halldórsdóttir