Skip to Content

Aðalfundur

Aðalfundur Fatahönnunarfélags Íslands fór fram þann 24. maí síðastliðinn í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar. 

Hér má finna fundargerð Eyglóar Margrétar Lárusdóttur ritara félagsins um helstu umræður, samþykktir og niðurstöður fundarins.

Helstu mál voru kosning til nýrrar stjórnar og ákvörðun félagsgjalda. Nánar um það í meðfylgjandi fundargerð.

Fatahönnunarfélagið vil þakka fráfarandi stjórn, þeim Völu, Hönnu, Sunnu, Eygló, Laufeyju og Rebekku, fyrir framúrskarandi störf í þágu félagsins undanfarin tvö ár.

Jafnframt bjóðum við nýja stjórn og formann hennar, Laufeyju Jónsdóttur, velkomna til starfa.