Skip to Content

Copenhagen Fashion Summit

Copenhagen Fashion Summit verður haldið í þriðja sinn í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn þann 24. apríl 2014. Ráðstefnan fjallar um sjálfbærni, tísku og samfélagsleg ábyrgð tískiðnaðarins og er viburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. 

Þeir sem standa að ráðstefnunni eru Nordic Fashion Association og Danish Fashion Institute en Hönnunarmiðstöð Íslands og Fatahönnunarfélag Íslands eru meðlimir af Nordic Fashion Association. Markmið samtakana er að koma norrænum tískuiðnaði í forystu á heimsvísu hvað varðar samfélagslega og umhverfislega ábyrgð og sjálbærni í viðskiptalausnum. 

Á ráðstefnu Copenhagen Fashion Summit munu hinir ýmsu sérfræðingar stýra umræðum og deila þekkingu sinni á sjálfbærni, tísku og samfélagsleg ábyrgð tískiðnaðarins. Einnig munu ellefu Norrænir fatahönnuðir sýna fatnað hannaðan úr sjálfbærum efnum, þar á meðal JÖR by Guðmundur Jörundsson.

Hér má sjá yfirlit yfir dagskrá ráðstefnudagsins. 

Hér má sjá yfirlit yfir fyrirlesarana. 

Hér er hægt að skrá þátttöku og kaupa miða en skráning er opin til 10. apríl.