Skip to Content

Copenhagen Fashion Summit

Copenhagen Fashion Summit var haldinn í þriðja sinn í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn þann 24. apríl 2014. Ráðstefnan fjallaði um sjálfbærni, tísku og samfélagslega ábyrgð tískuiðnaðarins og er viðburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. 

Fatahönnunarfélag Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands eru meðlimir af Nordic Fashion Association sem stendur fyrir ráðstefnunni. Markmið Nordic Fashion Association er að koma norrænum tískuiðnaði í forystu á heimsvísu hvað varðar samfélagslega og umhverfislega ábyrgð og sjálbærni í viðskiptalausnum. Norðurlöndin eru sameiginlega að leiða umræðuna, á heimsvísu, um tísku- og fataframleiðslu og hvernig hægt sé að auka sjálfbærni og umhverfisvitund. Hluti af umræðunni eru aukin gæði, meðvitund um uppruna, efnisnoktun og staðbundna framleiðslu.

Margir áhugaverðir fyrirlesara héldu tölu á ráðstefnunni. Það er enn hægt að kynna sér fyrirlesarana og lesa eilítið um umfjöllunarefni þeirra á heimasíðu ráðstefnunnar hér. 

Tólf hönnuðir frá Norðurlöndunum tóku þátt í hönnunaráskorun ráðstefnunnar og sýndu föt úr sjálfbærum efnum. Íslenska merkið JÖR by Guðmundur Jörundsson sýndi þeirra á meðal. 

 

Clevercare

Clevercare þvottamerkingunni var opinberlega kynnt í fyrsta sinn á ráðstefnunni. Það er þeirra ósk að sem flest fyrirtæki noti í framtíðinni merkinguna á þvottamiðana í hönnun sinni. Markmið merkingarinnar er að lengja líf flíka og minnka um leið umhverfisleg áhrif þeirra, með því að t.d. breyta því hvenær og hvernig viðskiptavinurinn þvær flíkina. Frekari upplýsingar um merkinguna má finna á clevercare.info. 

 

Restart Fashion

Stofnandi Not Just a Label, Stefan Siegel, og leikkonan Connie Nielsen kynntu til leiks nýtt átak sem nefnist Restart Fashion. Markmið þess er að auðvelda hönnuðum að taka skref í átt að sjálfbærni með því að setja upp fimm skýr skref. Heimasíða átaksins fer í loftið í sumar, en þar til er hægt að kynna sér átakið hér.