Skip to Content

Fatahönnuðir - Design Match kaupstefnan

Kæru fatahönnuðir

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur nú öðru sinni fyrir kaupstefnunni DesignMatch á HönnunarMars. Íslenskum hönnuðum gefst þar tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum. Skemmst er frá því að segja að verkefnið þóttist takast vel fyrir ári og urðu til viðskiptasambönd sem þegar hafa borið ávöxt. Nokkur áhersla er lögð á vörur, húsgögn og fylgihluti á DesignMatch í ár, þetta ætti því að geta verið gott tækitækifæri fyrir þá hönnuði sem leggja mikið upp úr fylgihlutum. Umsóknarfrestur rennur úr 15.febrúar.

Nánari upplýsingar er að finna hér:
http://honnunarmidstod.is/HonnunarMars/HonnunarMars2011/DesignMatch/