Skip to Content

Fatahönnunarfélagið auglýsir eftir sjálfboðaliðum í stöður verkefnastjóra og listræns stjórnanda.

Það er farið að hausta og undirbúningur hafinn fyrir HönnunarMars og Uppskeruhátíð FÍ. Félagið leitar nú að sjálfboðaliðum í hlutverk verkefnastjóra og listræns stjórnanda, sem munu hafa umsjón með aðalviðburði félagsins á HönnunarMars og Uppskeruhátíð FÍ. 

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að efla tengslanet sitt innan fagsins, afla sér verðmætrar reynslu og leggja sitt af mörkum við uppbyggingu félagsins. Áhugasamir geta sent inn umsókn eða fyrirspurnir á info@fatahonnunarfelag.is fyrir miðvikudaginn 21. ágúst. 

 

Verkefnastjóri Fatahönnunarfélags Íslands á HönnunarMars 2014 

Verkefnastjórinn starfar sem tengiliður milli Hönnunarmiðstöðvar, stjórnar fatahönnunar-félagsins og félagsmanna þess. Hann sér um gerð fjárhags- og skipulags-áætlunar fyrir aðalviðburð félagsins og hefur umsjón með fjáröflun. Verkefna-stjóri hefur einnig umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við listrænan stjórnanda og stjórn félagsins. 

 

Listrænn stjórnandi Fatahönnunarfélags Íslands á HönnunarMars 2014 

Viðkomandi sér um listræna stjórnun aðalviðburðar félagsins í samstarfi við stjórn félagsins. Listræni stjórn-andinn hefur einnig umsjón með skipulagningu og framkvæmd aðalviðburðar Fatahönnunarfélags Íslands í samstarfi við verkefnastjóra og stjórn félagsins. 

 

Verkefnastjóri Uppskeruhátíðar Fatahönnunarfélags Íslands 2013 

Verkefnastjórinn mótar dagskrá Uppskeruhátíðarinnar í samráði við stjórn félagsins. Hann sér um gerð fjárhags- og skipulagsáætlunar og fjáröflun. Viðkomandi hefur umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við stjórn félagsins.