Skip to Content

Hagræn áhrif skapandi greina

Að frumkvæði Samráðsvettvangs skapandi greina ákváðu fimm ráðuneyti og Íslandsstofa að fjármagna kortlagningu á hagrænum umsvifum skapandi greina í íslensku atvinnulífi.

Nú má sjá svarta á hvítu að skapandi greinar eru einn af undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar. Virðisaukaskattskyld velta í greininni nam 191 ma.kr. árið 2009. Einnig kemur fram að tæp 6% vinnuaflsins starfa við skapandi greinar.

Frekari upplýsingar um tölulegar niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi má finna hér.