Skip to Content

MUSES - samsýning FÍ á HönnunarMars

Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir samsýningu á HönnunarMars // DesignMarch þar sem sýnd verða samstörf níu fatahönnuða við íslenska tónlistarmenn. Verkin sýna á misjafnan hátt hvernig listamennirnir hafa áhrif á sköpun hvors annars.

Sýningin opnar á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 26. mars klukkan 21 og stendur til sunnudagsins 30. mars. Á opnunarkvöldi verða haldnir tónleikar með hljómsveitinni Sometime.

Listrænn stjórnandi er Magnea Einarsdóttir og verkefnastjóri er Rúna Sigurðardóttir.

Hönnuðir og tónlistarmenn eru:

ANITA HIRLEKAR // Siggi Sigtryggsson

BIÐ AÐ HEILSA NIÐRÍ SLIPP by HELICOPTER // Gluteus Maximus

EYGLO // Unnur Andrea

HILDUR YEOMAN // Samaris

KOLBRUN // Sometime

KYRJA // Mammút

MILLA SNORRASON // Jara

ÝR // Introbeats

ZISKA og SCARAB by Orri Finn // Fura