Skip to Content

POP-UP Markaður

Eftir að tjöldin falla á síðustu tískusýningum Reykjavík Fashion Festival, sem haldin er nú á dögunum 31.03 - 03.04. mun PopUp -Farands Verzlunin - loka þessari hátíð, með stór glæsilegum markaði sunnudaginn 03.04.

Þessi einstaka PopUp Verzlun opnar nú dyr sínar í fyrrum húsi gallery sautjáns að Laugavegi 91 og býður alla velkomna. Yfir þrjátíu Íslenskir fatahönnuðir munu kynna og selja nýjar -ásamt eldri vörum og gefa allt að 70 prósent afslátt. Það má því ekki bara búast við að finna falinn fjársjóð á góðu verði frá heitustu tískumerkjum landsins, heldur munu Label M, Maybelline og Oroblu einnig bjóða gestum markaðarins uppá ráðgjöf, förðun, hárgreiðslu og bjóða uppá einstök tilboð. Markaðurinn stendur aðeins yfir í þennan eina dag - Ekki láta þig vanta!

Frekari upplýsingar eru að finna á vefsíðu Reykjavík Fashion Festival hér.