Skip to Content

PopUp verzlun um jólin

PopUp verzlun heldur sína árlegu jólamarkaði í Hörpu í samstarfi við Epal helgarnar 30. nóv - 1. desember og 7. - 8. desember. Opnunartími verður frá 12:00 til 18:00 báðar helgar.

 

Ferskustu hönnuðir landsins taka þátt í mörkuðunum og bjóða þar upp á gæða vörur milliliðalaust beint til neytanda. Samsetning hönnuða er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað íslenskt og fallegt í jólapakkann. Í ár munu ný vörumerki kynna vöru sína í fyrsta skipti og verður meðal annars boðið upp á tískuvöru, skartgripi, heimilisvöru, leikföng, barnaföt, jólakort og margt fleira. Jóla verzlun PopUp hefur verið vinsæl síðustu ár og er markaðurinn einstakt tækifæri fyrir fagurkera á öllum aldri til að koma kynna sér nýjungar í íslenskri hönnun og gera góð kaup fyrir jólin.

 

PopUp er farandsverzlun stofnuð sem vettvangur fyrir hönnuði til að selja og kynna vörur sínar. Verzlunin leggur ríka áheyrslu á að sýna það besta frá öllum sviðum hönnunar. Sameiginlegur ávinningur af velgengni hönnuða er drifkraftur PopUp. PopUp Verzlunin býr sér til nýtt heimili á nýjum stað í markaðsformi hvert sinn sem hún opnar dyr sínar, með nýrri samsetningu hönnuða og vörumerkja. Verzlunin er því aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað, hverju sinni.

 

Viðburð á Facebook.