Skip to Content

Reykjavík Runway

Við viljum minna á að í kvöld, fimmtudaginn 18.ágúst kl.20.20 er úrslitakvöld fatahönnunarkeppninnar Reykjavik Runway.

Keppnin fer fram í Hafnarhúsinu og eru allir hjartanlega velkomnir.  Fjórir hönnuðir munu keppa til úrslita en verðlaunin eru ekki af verri endanum þar sem Reykjavik Runway mun klæðskerasníða markaðs-, viðskipta- og framkvæmdaáætlanir fyrir sigurvegarann auk umfangsmikils kynningarstarfs erlendis.

Jafnframt verður einn hönnuður valinn til að hanna miða utan um Coke Light-flöskur. Keppendur eru: Ziska, Eygló, Shaddow Creatures og Rosa Bryndís.

Kær kveðja,

Stjórnin