Skip to Content

SHOWROOM REYKJAVÍK Á HÖNNUNARMARS

Fatahönnunarfélagið óskar eftir umsóknum frá félagsmönnum um þátttöku í Showroom Reykjavik, viðburði Fatahönnunarfélags Íslands á HönnunarMars.

Markmiðið með verkefninu er að kynna íslensk fatamerki fyrir erlendri pressu á HönnunarMars, kaupaðilum á DesignMatch, innlendum verslunum og íslenskum almenningi.

Showroom Reykjavik verður opið á HönnunarMars frá 10.-13. mars 2016.

Lögð verður áhersla á að hönnuðir sýni 15-25 flíkur úr haust- og vetrarlínu 2016. Sýningin felur í sér yfirsetu hönnuða eftir samkomulagi við listrænan stjórnanda. Farið verður fram á þátttökugjald 10.000 kr. 

Við val verður lögð áhersla á merki sem framleiða tvö kollektion á ári, vor/sumar - haust/vetur og hafa sýnt staðfestu á markaði til þessa sem og merki með slow fashion áherslur. Umsækjendur verða að vera skráðir félagsmenn í Fatahönnunarfélagi Íslands og hafa greitt félagsgjöld ársins 2015.

Umskóknarfrestur er til og með 22. Nóvember 2015. Áhugasamir sendið umsókn með look book frá tveimur síðustu kollektionum á listraennstjornandi@fatahonnunarfelag.is

 

Fyrirhönd félagsins,

Guðrún Sturludóttir

Listrænn stjórnandi