Skip to Content

Sjálfbærni í tískuiðnaði

Sjálfbærni í tískuiðnaði 2014 Tíska getur breytt fólki – Norrænn tískuiðnaður tekur forystu í samfélagslegri og umhverfislegri ábyrgð og sjálfbærum viðskiptalausnum.

Deloitte og Fatahönnunarfélagið bjóða til fundar á HönnunarMars, föstudaginn 28.mars kl.14 í Norræna húsinu. Þar munu íslenskir hönnuðir deila reynslu sinni af hönnun og framleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi. Í framhaldinu munu sérfræðingar leiða umræður um þær áskoranir og tækifæri sem felast í samfélagsábyrgð og sjálfbærni í íslenskum tískuiðnaði.

Sérfræðingur á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni, Anne Mette Christiansen frá Deloitte leiðir umræðu um viðskiptalegan ávinning sjálfbærni í tískuiðnaði. Johan Kryger, framkvæmdastjóri Danska fatahönnunarfélagins og skrifstofustjóri Norræna fatahönnunarfélagsins. skýrir sýn NICE (Nordic Initiative Clean and Ethical), tíska sem drifkraftur breytinga. Markmið fundarins er að fá lykilmanneskjur úr fatahönnunargeiranum, framleiðsluiðnaðinum ásamt öðrum atvinnugreinum til að taka þátt í umræðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni í viðskiptum.

Fyrirlestrarnir verða á ensku.

 

Boas Kristjanson / Karbon by Boas Kristjanson

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir / As We Grow

Elínrós Líndal / ELLA

Nordic Fashion Association / Johan Arno Kryger - Senior Manager of the Danish Fashion Institute

Fashioning sustainability, the business potential / Anne Mette Christiansen - Partner at Deloitte Sustainability Denmark

Fundarstjóri verður Gunnar Hilmarsson frá Freebird NYC

 

Í lokin eru pallborðsumræður og boðið upp á léttar veitingar.