Skip to Content

Stefnumót hönnuða frá Rússlandi og Íslandi

Stefnumót rússneskra og íslenskra fatahönnuða verður í Norræna húsinu á HönnunarMars 26.mars.  Tilefnið er heimsókn rússsneskra fatahönnuða á HönnnarMars og samstarf vegna viðburðarins Nordic Look sem verður í St. Pétursborg í haustið 2011.

Á málþinginu verða flutt erindi um rússneska fatahönnun í dag, markaðstækifæri í Rússlandi og um íslenska fatahönnun í dag auk þess verður sýning í sal Norræna hússins á rússneskri fatahönnun.

Þessi viðburður er hluti af veglegri dagskrá HönnunarMars 2011.

Fyrir hönd Íslenskra fatahönnuða koma fram:

Sruli Recht

Eygló Margrét Lárusdóttir

Rebekka Jónsdóttir

 

Endilega skoðið fréttina nánar á síðu Norræna hússins hérna.