Skip to Content

Umsóknarfrestir styrkja

15.september

Hönnunarsjóði Auroru

Hönnunarsjóður Auroru hefur að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhagslega aðstoð. Markmið hans er að styrkja hönnuði til að koma sjálfum sér, hugmyndum sínum, vörum og verkefnum á framfæri og aðstoða við vöruþróun og markaðssetningu hérlendis og erlendis. Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem umsækjendur hafa skýra sýn og markmið.

Frekari upplýsingar má finna hér.

 

25. september

Starfslaun listamanna

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 25. september 2013, kl. 17.00. Hlutverk launasjóðs hönnuða, launasjóðs myndlistarmanna, launasjóðs rithöfunda, launasjóðs sviðslistafólks, launasjóðs tónlistarflytjenda og launasjóðs tónskálda er að veita listamönnum starfslaun og styrki samkvæmt lögum um listamannalaun. Sérstakar nefndir annast úthlutun starfslauna úr sjóðunum og eru þær skipaðar samkvæmt tillögum fagfélaga ofangreindra sjóða.   Ákvarðanir um veitingu framlaga úr sjóðum þessum skulu gegna þeim tilgangi að efla listsköpun í landinu. 

Frekari upplýsingar má finna hér.

 

1. október  

Norræni menningarsjóðurinn 

Norræni menningarsjóðurinn býður upp á fjóra árlega umsóknarfresti og er hægt að sækja um allt að 500.000 DKK á hverjum tíma. Sjóðurinn styrkir menningu og listir í víðum skilningi, bæði atvinnufólk og áhugamenn. Styrkir eru veittir fyrir m.a. ráðstefnur, málþing, tónleika, leikferðalög, sýningar, menningarhátíðir og rannsókna- og menntaverkefni. Verkefnið þarf að fela í sér samstarf a.m.k. tveggja norrænna landa og/eða sjálfstjórnarsvæða sem þátttakendur, framkvæmdaaðilar eða viðfangsefni. Einstaklingar, félagasamtök/tengslanet og stofnanir, auk sjálfstæðra og opinberra stofnana geta sótt um styrk. 

Frekari upplýsingar má finna hér.

 

 
1.október

Samfélagssjóður Valitor

Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, líknar- og samfélagsmál.

Frekari upplýsingar má finna hér.