Skip to Content

UPPSKERUHÁTÍÐ FÍ 2013

Uppskeruhátíðin verður haldin laugardaginn 9. nóvember næstkomandi. Hátíðin er haldin í annað sinn og er markmið hennar að efla samheldni innan fagsins og skapa vettvang fyrir faglega umræðu. 

Dagskráin verður spennandi þetta árið. Við fáum til okkar erlendan og íslenskan fyrirlesara og munum þar að auki afhenda Indriðaverðlaunin en þau eru veitt þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012. Innt var eftir tilnefningum frá félagsmönnum en lokaákvörðun var í höndum dómnefndar.

Boðið verður upp á léttar veitingar fyrri part kvölds en gestum er einnig velkomið að koma með eigin veigar til að dreypa á þegar gleðskapurinn heldur áfram fram eftir kvöldi.

Uppskeruhátíðin er ekki aðeins opin félagsmönnum heldur vonumst við til þess að sjá sem flesta.

0 kr. Félagsmenn (sem greitt hafa félagsgjald 2013 eða fengu inngöngu 2013)
3.500 kr. Almennt miðaverð
1000 kr. Fatahönnunarnemar LHÍ

Takmarkaður fjöldi í boði, vinsamlegast boðið komu ykkar hér á info@fatahonnunarfelag.is.

Dagskrá (getur breyst lítillega þegar nær dregur)
Kl. 19.45 hús opnar
Kl. 20.00 Michael Berkowitz
Kl. 20.45 Indriðaverðlaunin veitt
Kl. 21.15 Léttar veitingar
Kl. 21:45 Ingvar Helgason 
Kl. 22:30 Uppskeru fögnuður. DJ De La Rosa heldur uppi stuðinu.

Veislan er haldin í Iðnaðarmannasalnum Skipholti 70.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir verkefnastjóri og Stjórn FÍ