Skip to Content

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands 2012

Dagskráin hefst kl.18:00

Laugardaginn 10. nóv.

Verbúð 2, Geirsgata 7b

101 Reykjavík  

 

Boðið verður upp á léttar veitingar og spennandi dagskrá íslenskra og erlendra fyrirlesara. Gleðskapurinn heldur svo áfram fram eftir kvöldi og er gestum velkomið að koma með eigin veigar.

Takmarkaður fjöldi í boði, vinsamlegast boðið komu ykkar á info@fatahonnunarfelag.is.

 

Frítt fyrir Félagsmenn

3.500 kr. almennt miðaverð

1000 kr. fatahönnunarnemar LHÍ

 

Dagskrá (getur breyst lítilega þegar nær dregur)

Kl. 18.00 hús opnar

Kl. 18.15 Helga Björnsson

Kl. 18.45 Jenny Postle

Kl. 19.30 Léttar veitingar

Kl. 20:00 Smith&Pye 

Kl. 21:00 Uppskeru fögnuður

 

Fyrirlesarar:

Helga Björnsson fjallar um reynslu sína sem fata- og textilhönnuður. Helga hefur verið búsett í Bretlandi og Frakklandi frá 13 ára aldri, en er nýlega sest aftur að hér á landi. Hún lauk námi í fatahönnun frá Les Arts Decoratives í París og starfaði í 20 ár sem hönnuður við Haute Couture í tískuhúsi Louis Feraud í París. Hún hefur einnig hannað fyrir íslensk fyrirtæki og unnið hin ýmsu verk fyrir íslensk leikhús

 

 

Jenny Postle, fatahönnuður og annar hönnuður breska tvíeykisins Luitton Postle, fjallar um stofnun og rekstur hönnunarfyrirtækis  á  alþjóðlegum markaði. Luitton Pestle er hágæða prjóna lína sem leggur mikla áheyrslu á textíl og litagleði. Fyrirtæki á þrjár línur að baki sér, hefur hlotið VFS Merit verðlaunin og fengið gríðalega mikla athygli fjölmiðla um allan heim á þeim stutta tíma sem það hefur verið starfandi.

 

Alice Smith og Cressida Pye, tísku ráðgjafar, munu kynna starfsemi Smith&Pye, fara yfir portfolio gerð og hvernig skal bera sig að í starfsviðtölum. Smith&Pye er einstakt tískuráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í leiða saman fatahönnuði og stórfyrirtæki. Meðal kúnna þeirra eru Louis Vuitton, Alexander McQueen og Mulberry.