Skip to Content

Verkefnastjóri og listrænn stjórnandi óskast

Það er farið að hausta og undirbúningur hafinn fyrir HönnunarMars sem haldinn verður 12-15. mars á næsta ári. Fí leitar nú að verkefnastjóra og listrænum stjórnanda til þess að hafa umsjón með aðalviðburð félagsins. Senda skal umsóknir á info@fatahonnunarfelag.is fyrir 19. september.


Stöðurnar eru ólaunaðar en þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að hafa áhrif á starf félagsins, efla tengslanet sitt innan geirans og afla sér verðmætrar reynslu.


Verkefnastjóri Fatahönnunarfélags Íslands 2015

Viðkomandi sér um gerð skipulags- og kostnaðaráætlana fyrir aðalviðburð félagsins og hefur umsjón með fjáröflun. Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd aðalviðburðar félagsins í samstarfi við listrænan stjóranda og stjórn félagsins.


Listrænn stjórnandi Fatahönnunarfélags Íslands 2015

Viðkomandi sér um listræna stjórnun aðalviðburðar félagsins. Listræni stjórnandin hefur einnig meðumsjón með skipulagningu og framkvæmd aðalviðburðar félagsins í samstarfi við verkefnastjóra og stjórn félagsins.


Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um stöðurnar geta haft samband við Laufeyju Jónsdóttur 695 0789 eða Magneu Einarsdóttur 616 7948, sem áður hafa sinnt þessum stöðum.