Skip to Content

FÉLAGIÐ

Fatahönnunarfélag Íslands er fagfélag fatahönnuða á Íslandi og er eigandi Hönnunarmiðstöðvar Íslands ásamt átta öðrum fagfélögum.

Markmið félagsins er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.


Fræðsla

Félagið stendur fyrir hinum ýmsu sýningum og atburðum með það að leiðarljósi að kynna íslenska fatahönnun, fræða almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang ásamt því að hvetja til faglegrar umræðu.
 

HönnunarMars

Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi með samsýningum þar sem úrval hönnunar félagsmanna er sýnd undir listrænni stjórn sýningarstjóra.

 

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíðin er haldin í árslok og er markmið hennar að efla samheldni félagsmanna og skapa vettvang fyrir fræðslu og faglega umræðu.

 

Indriðaverðlaunin

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Þau eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku.
 

Veraldarvefurinn

Félagið heldur úti heimasíðu þar sem finna má upplýsingar um félagsmenn og fréttir tengdar faginu. Á síðunni er einnig innri vefur þar sem félagsmenn geta meðal annars nálgast upplýsingar um framleiðendur og efnasýningar. Á Facebook síðu félagsins er þeim sem hafa áhuga á íslenskri fatahönnun gefinn greiðari aðgangur að fréttum úr faginu en þar er einnig að finna lokaðan umræðuvef fyrir fatahönnuði.
 

Fríðindi félagsmanna

Fjöldi verslana og fyrirtækja veita félagsmönnum afslætti gegn framvísun félagsskírteinis.